Salathúsið ehf. var stofnað árið 1991 og er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á matarsalötum, brauðsalötum og sósum. Hjá fyrirtækinu vinna um 20 manns og er þekking, öryggi og gæði í fyrirrúmi í framleiðslu.

Meðal vörumerkja Salathússins ehf. eru Stjörnusalat, Eðalsalat og Léttsósur ásamt því að framleiða vörur fyrir sérmerkingu fyrir smásöluverslanir og sérlausnir fyrir spítala, mötuneyti og veitingastaði.